Tuesday, May 8, 2012

Auki 4


Fátt fyllir Bandaríkjamenn viðlíka stolti og vel útfærður línudans. Hér er ykkar tækifæri til að láta drauminn rætast og virkja sveitalubbann í ykkur. Aukastig löðrandi í BBQ-sósu fyrir þá sem dansa línudans í 15-30 sek. inn á vídeó og senda kennara.

Auki 3

Í Brasilíu er töluð (og sungin) portúgalska. Það eru leyfar af nýlendutímanum. Um þessar mundir kunna mörg íslensk skólabörn hrafl í portúgölsku vegna vinsæls lags. Þið getið unnið ykkur inn aukastig með því að syngja viðlagið á portúgölsku inn á myndband og senda kennara.




Það sem á að syngja:

Nossa, nossa
Assim você me mata
Ai, se eu te pego,
Ai, ai, se eu te pego

Delícia, delícia
Assim você me mata
Ai, se eu te pego
Ai, ai, se eu te pego

Það sem orðin merkja:

Vá, vá
Þú átt eftir að ganga af mér dauðum
Bíddu bara þar til ég kræki í þig
Bíddu bara þar til ég kræki í þig.

Nammi, nammi.
Þú átt eftir að ganga af mér dauðum
Bíddu bara þar til ég kræki í þig
Bíddu bara þar til ég kræki í þig.

Auki 2



Okkur finnst oft erfitt að ímynda okkur hve erfitt er að tala íslensku. En það er erfitt. Mjög erfitt. Til að skilja hversu erfitt getið þið unnið ykkur inn aukastig með því að syngja fyrsta erindið í finnskum polka. 

Nuapurista kuulu se polokan tahtijalakani pohjii kutkutti.Ievan äiti se tyttöösä vahtivaan kyllähän Ieva sen jutkutti,sillä ei meitä silloin kiellot haittaakun myö tanssimme laiasta laitaan.Salivili hipput tupput täppytäppyt tipput hilijalleen

Á íslensku merkir þetta:

Ómurinn af polka barst mér frá nágrönnunum
og fætur mínir fóru að slá takt
Móðir Levu horfði á dóttur sína en
Leva lék á hana, skilurðu.
Því hver skyldi hlusta á mömmu segja nei
þegar allir eru uppteknir við að dansa.


Auki 1



Hér sjáið þið dæmi um afrískan þjóðdans. Þið fáið aukastig ef þið sendið kennara myndband þar sem þið dansið slíkan dans í 15-30 sek.


J


Hvernig stendur á því að allir sem eitthvað vita geta fullyrt án hiks og efa að þessi mynd sé ekki tekin í Afríku. Að minnsta kosti ekki úti í náttúrunni?

Hvar í heiminum er hún líklega tekin?

I


Það kann að hljóma ótrúlegt en dýrið á myndinni er líklega hættulegasta, mannskæðasta og grimmasta spendýr Afríku. Á netinu má finna ansi magnaða mynd þar sem flóðhestur reynir að kála pirrandi dýralækni í S-Afríku. Finnið þá mynd.

H


Lenín, forsprakki Sovétríkjanna, var hvorki grafinn né brenndur. Heldur voru tekin úr honum innyflin og hann smurður og geymdur svo gestir og gangandi gætu heimsótt hann. Af og til hefur þurft að hreinsa líkið og skafa af því sveppi eða myglu. Hann er geymdur í ljómandi fallegu grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu. Finnið mynd af grafhýsi Leníns.