Tuesday, May 8, 2012
A
Hér má sjá mynd af einum fæti Eiffel-turnsins í París. Orðið „glaces“ er franska fyrir ís (í fleirtölu). Með því að nota kortaforritið í iPaddinum má skoða sig um á þessum stað. Ef grannt er skoðað má sjá fólk í vinstra, neðra horni myndarinnar sem er við það að ganga út á gangbraut. Rauða ljósið er á umferðina á meðan. Það má sjá mann í gallabuxum tala í síma of konu með tösku fyrir framan hann. Bak við umferðarljósið er barn í grænum buxum. Einn fjölskyldumeðlim vantar á myndina enda er hann nærri kominn út á götuna og út fyrir ramma myndarinnar. Finnið þennan stað í forritunum ykkar sendið svar við spurningunni: Hvernig er bolur eldra barnsins í fjölskyldunni á litinn?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment