Fátt fyllir Bandaríkjamenn viðlíka stolti og vel útfærður línudans. Hér er ykkar tækifæri til að láta drauminn rætast og virkja sveitalubbann í ykkur. Aukastig löðrandi í BBQ-sósu fyrir þá sem dansa línudans í 15-30 sek. inn á vídeó og senda kennara.
Tuesday, May 8, 2012
Auki 3
Í Brasilíu er töluð (og sungin) portúgalska. Það eru leyfar af nýlendutímanum. Um þessar mundir kunna mörg íslensk skólabörn hrafl í portúgölsku vegna vinsæls lags. Þið getið unnið ykkur inn aukastig með því að syngja viðlagið á portúgölsku inn á myndband og senda kennara.
Það sem á að syngja:
Nossa, nossa
Assim você me mata
Ai, se eu te pego,
Ai, ai, se eu te pego
Delícia, delícia
Assim você me mata
Ai, se eu te pego
Ai, ai, se eu te pego
Það sem orðin merkja:
Vá, vá
Þú átt eftir að ganga af mér dauðum
Bíddu bara þar til ég kræki í þig
Bíddu bara þar til ég kræki í þig.
Nammi, nammi.
Þú átt eftir að ganga af mér dauðum
Bíddu bara þar til ég kræki í þig
Bíddu bara þar til ég kræki í þig.
Auki 2
Okkur finnst oft erfitt að ímynda okkur hve erfitt er að tala íslensku. En það er erfitt. Mjög erfitt. Til að skilja hversu erfitt getið þið unnið ykkur inn aukastig með því að syngja fyrsta erindið í finnskum polka.
Nuapurista kuulu se polokan tahtijalakani pohjii kutkutti.Ievan äiti se tyttöösä vahtivaan kyllähän Ieva sen jutkutti,sillä ei meitä silloin kiellot haittaakun myö tanssimme laiasta laitaan.Salivili hipput tupput täppytäppyt tipput hilijalleen
Á íslensku merkir þetta:
Ómurinn af polka barst mér frá nágrönnunum
og fætur mínir fóru að slá takt
Móðir Levu horfði á dóttur sína en
Leva lék á hana, skilurðu.
Því hver skyldi hlusta á mömmu segja nei
þegar allir eru uppteknir við að dansa.
Auki 1
Hér sjáið þið dæmi um afrískan þjóðdans. Þið fáið aukastig ef þið sendið kennara myndband þar sem þið dansið slíkan dans í 15-30 sek.
J
Hvernig stendur á því að allir sem eitthvað vita geta fullyrt án hiks og efa að þessi mynd sé ekki tekin í Afríku. Að minnsta kosti ekki úti í náttúrunni?
Hvar í heiminum er hún líklega tekin?
I
Það kann að hljóma ótrúlegt en dýrið á myndinni er líklega hættulegasta, mannskæðasta og grimmasta spendýr Afríku. Á netinu má finna ansi magnaða mynd þar sem flóðhestur reynir að kála pirrandi dýralækni í S-Afríku. Finnið þá mynd.
H
Lenín, forsprakki Sovétríkjanna, var hvorki grafinn né brenndur. Heldur voru tekin úr honum innyflin og hann smurður og geymdur svo gestir og gangandi gætu heimsótt hann. Af og til hefur þurft að hreinsa líkið og skafa af því sveppi eða myglu. Hann er geymdur í ljómandi fallegu grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu. Finnið mynd af grafhýsi Leníns.
G
Ýmis forrit eru til sem sýna Jörðina eins og hún er á þessari stundu. Finndu eitt slíkt forrit og taktu mynd af Jörðinni þar sem munur dags og nætur sést eins og hann er núna!
E
D
Þetta er líklega næst frægasti staður Ástralíu (á eftir óperuhöllinni í Sidney). Þetta er stakt fjall eða klettur langt inni í eyðimörk. Margir telja staðinn heilagan og nýlega tóku menn upp á því að hætta að kalla hann Ayers Rock og kölluðu hann Uluru á máli frumbyggja.
Finnið staðinn í kortaforritunum ykkar og sendið mér loftmynd af honum.
C
Þetta er líklega frægasta (og kannski fallegasta) bygging í Indlandi. Hvað heitir byggingin og hvers vegna var hún reist?
B
Hvaða dag steig Róbert Scott á Suðurpólinn (ekki heimskautslandið heldur pólinn sjálfan) og hvað fann hann þar, sér til mikils ama.
A
Hér má sjá mynd af einum fæti Eiffel-turnsins í París. Orðið „glaces“ er franska fyrir ís (í fleirtölu). Með því að nota kortaforritið í iPaddinum má skoða sig um á þessum stað. Ef grannt er skoðað má sjá fólk í vinstra, neðra horni myndarinnar sem er við það að ganga út á gangbraut. Rauða ljósið er á umferðina á meðan. Það má sjá mann í gallabuxum tala í síma of konu með tösku fyrir framan hann. Bak við umferðarljósið er barn í grænum buxum. Einn fjölskyldumeðlim vantar á myndina enda er hann nærri kominn út á götuna og út fyrir ramma myndarinnar. Finnið þennan stað í forritunum ykkar sendið svar við spurningunni: Hvernig er bolur eldra barnsins í fjölskyldunni á litinn?
Sunday, May 6, 2012
20
Hér á myndinni má sjá litróf 7 efna. Af þeim eru 6 frumefni og eitt efnasamband. Efnasambandið inniheldur eitt af frumefnunum á myndinni og ef maður kann að lesa í línurnar má sjá hvaða tvö efni tengjast með þessum hætti. Merkið við efnasambandið og frumefnið sem það inniheldur og sendið mér mynd.
17
Hvers vegna þótti undarlegt hvaða munir fundust hjá Ötzi? Hvers vegna vilja sumir meina að einn hlutanna sanni að Ötzi og morðingi hans hafi þekkst?
14
Takið mynd af öllum meðlimum hópsins þar sem eftirfarandi hlutir koma fram:
Stellingin sem Ötzi liggur í núna á minjasafninu.
Stellingin sem Ötzi lá í undir ísnum.
Útlit andlits Ötzi (getið notað rúðu til að fá fram áhrif).
Sendið myndirnar 3 til mín.
Stellingin sem Ötzi liggur í núna á minjasafninu.
Stellingin sem Ötzi lá í undir ísnum.
Útlit andlits Ötzi (getið notað rúðu til að fá fram áhrif).
Sendið myndirnar 3 til mín.
3
Leysið þrautina sem hér er lýst.
Þið verðið að leysa hana á innan við mínútu og senda myndband af tilrauninni (hvort sem hún heppnaðist eða ekki) sem er minna en 60 sek.
18
Leysið þrautina sem hér er lýst.
Þið verðið að leysa hana á innan við mínútu og senda myndband af tilrauninni (hvort sem hún heppnaðist eða ekki) sem er minna en 60 sek.
.
11
Sendið mér myndband þar sem þið leysið þrautina sem hér er lýst.
Þið verðið að leysa þrautina á innan við mínútu og myndbandið má ekki vera lengra en 60 sek.
.
10
Finnið og sendið mér ljósmynd (ekki málverk) af geimfarinu sem er að leita að plánetum í öðrum sólkerfum og fann t.d. báðar reikistjörnurnar sem við ræddum aðeins um í vetur.
9
Það hefur stundum verið sagt að ef áhöfn Titanic hefði ekki reynt að forðast árekstur við ísjakann og siglt beint á hann þá hefði skipið ekki sokkið. Ef marka má árekstur sem systurskip þess, Olympic, lenti í við annað skip þá er það líklega satt. Hvers vegna er líklegra að Titanic hefði ekki sokkið hefði það siglt beint á jakann?
8
Hvað er glóþráður og hvað merkir að vera ofurundinn? Hvaða áhrif hefur lögun þráðarins á styrk ljóssins?
7
Sendið myndina til baka þar sem þið eruð búin að draga hring um köttinn (getið t.d. notað Upad).
15
Í dallinum fyrir framan ykkur er ónjútónskur vökvi. Á botn dallsins er teiknað tákn. Teiknið það upp án þess að snerta dallinn sjálfan (má snerta efnið í honum og botninn).
Sendið mér myndband af aðferðinni og teikningu af merkinu.
6
Búið til ljósaperu sem virkar úr dótinu fyrir framan ykkur. Takið mynd af henni tilbúinni, helst þannig að hún logi.
2
Finnið íslenska útgáfu af síðasta laginu sem leikið var um borð Titanic áður en það sökk. Syngið fyrsta erindið inn á myndband eða hljóðskrá og sendið (má ekki vera lengra en 60 sek).
Annað erindið byrjar á orðinu „Villist...“
1
Hér má sjá þá Tim Hunkin og Rex Garrod búa til ljósaperu. Rauða vélin á borðinu fyrir framan þá er loftdæla og þeir eru að reyna að tæma glerkrukku af lofti. Hvers vegna vilja þeir lofttæma krukkuna?
Subscribe to:
Posts (Atom)